Opnun vefverslunar Litlu Prjónabúðarinnar

Velkomin í vefverslun Litlu Prjónabúðarinnar!

Uppbygging á vefsíðu fyrir vefverslunina hefur staðið um nokkurt skeið og hefur unnist í þeim frítíma sem okkur hefur gefist.

Opnun vefverslunarinnar mun gerast í nokkrum skrefum og er fyrsta skrefið að opna fyrir sölu á rafrænum uppskriftum.

Í framhaldinu verður unnið að því að opna fyrir sölu á einstökum garntegundum og áhöldum jafnt og þétt. Tilkynningar verða sendar á póstlistann okkar þegar breytingar verða á vöruúrvali, hægt er að skrá sig á póstlistann hér.

Athugið að enn á eftir að mynda fjölda vara, og geta vörur verið fáanlegar í verslun okkar að Faxafeni 9 en ekki sýnilegar í vefverslun eða skráðar uppseldar.

Ábendingar er varða virkni síðunnar, má endilega senda á vefverslun@litlaprjonabudin.is.