Safn: LAMAULD

Lamaullin er tilvalin í staðin fyrir léttlopa fyrir þau sem þola illa að ganga í íslenskri ull. Þú færð þessa loðnu villtu áferð sem íslenska ullin hefur og verður því ullarpeysa úr Lamauld keimlík ullarpeysu í léttlopa, nema mýkri. Lamaullin hefur mislanga þræði frá náttúrunnar hendi og því verður maður smá loðinn á meðan maður prjónar úr henni en lausir þræðir fara flestir úr við fyrsta þvott. Lamauld er mjúk og rustik á sama tíma og sýnir fegurð sína fyrst þegar prjónað er úr henni.

LAMAULD