Um okkur

Litla Prjónabúðin var stofnuð árið 2011 með það að leiðarljósi að auka garnúrval á Íslandi og einnig til að fjölga þeim stöðum sem halda íslensku prjónahefðinni í hávegum.

Komdu við hjá okkur og upplifðu ævintýralega litadýrð. Við erum alltaf tilbúin að aðstoða við garn- og litaval í þær flíkur sem þú vilt prjóna og finna fullkomna garnið fyrir þitt verkefni.

Hillurnar okkar eru fullar af sérvöldu garni sem við flytjum inn sjálf. Við leitumst við að bjóða upp á sem flesta liti, grófleika og hráefni.

Við viljum bjóða upp á okkar bestu mögulegu þjónustu og setjum viðskiptavini okkar í fyrsta sæti.