Prjónahettur

Nokkrar prjónahettur voru að bætast við í vefverslun.

Prjónahetturnar eru unnar í höndunum á okkar eigin smíðaverkstæði og fær hver prjónahetta sinn tíma til að verða til.

Engar tvær prjónahettur eru eins, sem gerir þær svo einstakar. Ef þú sérð prjónahettu í vefverslunni sem er uppseld þá getur þú haft samband við okkur og við getum smíðað svipaða hettu sérstaklega fyrir þig.

Prjónahettur

HRAUNDRANGI

Nýjasta uppskriftin úr smiðju Litlu Prjónabúðarinnar er nú komin inní vefverslun.

Hraundrangi er prjónuð úr worsted grófleika af garni sem gefur prjónaranum mikið garnúrval að velja úr. Sem dæmi er hægt að nota Lamauld, Lamatweed, Léttlopa, Peruvian Highland Wool, Mota og 3 þráða Snældu. Einnig er hægt að vinna með tvöfaldan þráð, eins og t.d. Hverdagsuld+Midnatssol eða Pernilla+Tilia. Möguleikarnir eru endalausir.

Hraundrangi

Lopapeysur