Safn: OPAL - Feine Merinowolle

OPAL kynnir með stolti fyrstu sokkalínuna sína með yndislega mjúkri merinóull, eitt mýksta garn sem OPAL hefur sent frá sér til þessa. Þessi sokkalína er fyrir þá sem vilja dekra við tásurnar sínar.

Garnið er að sjálfsögðu mulesing-free og unnið með EXP vinnsluferli frá Schoeller sem hafa fundið upp nýja og umhverfisvænni leið við superwash meðhöndlun. Sokkabandið er því laust við klór og önnur spilliefni sem notuð eru við hefðbundna superwash meðhöndlun. Einnig er notast við minna vatn í EXP ferlinu.

Línan samanstendur af 6 litum sem eru hver öðrum fallegri

OPAL - Feine Merinowolle