347 - Deep Pine
347 - Deep Pine
8 á lager
Tilia
Grófleiki: lace
Prjónfesta: ---
Prjónar: ---
Þyngd / lengd: 25 gr / 210 m
Meðhöndlun: handþvottur / leggist niður til þerris
Hráefni: 70% kidmohair, 30% mórberjasilk
Tilia er algjört lúxus garn, spunnið úr 70% kidmohair og 30% mórberjasilki. Mohair hefur alla þá góðu eiginleika sem ullin af kindinni hefur. Hún er hlý, falleg og dregur í sig raka sem gerir þetta hráefni einstaklega gott í flíkur. Silki hefur verið eitt vinsælasta hráefni í gegnum árþúsundin, og það ekki að ástæðulausu, efnið er temprandi, yndislega mjúkt og sterkt frá náttúrunnar hendi. Blandan af silki og mohair er því draumi líkust.
Mohair kemur af Angórugeitinni sem á uppruna sinn að leita til Ankara í Tyrklandi. Nafnið mohair hefur arabískar rætur og hefur geitin oft verið nefnd mohairgeitin. Mohairið sem notað er í Tilia kemur frá býli í Suður Afríku.
Mórberjasilkið er talið besta silkið sem fyrirfinnst. Það hefur bæði meiri glans og er sterkara en aðrar silkitegundir. Mórberjasilki hefur verið framleitt í Kína í árþúsundir og er ein mikilvægasta útflutningsvara Kína.
Það má að sjálfsögðu prjóna Tilia eitt og sér en mælt er með því að nota það sem fylgiþráð eða prjóna úr því tvöföldu, jafnvel þreföldu. Tilia má prjóna með öllum þeim tegundum sem þig listir, leyfðu hugmyndafluginu að blómstra.
Tilia + Peruvian Highland Wool = 15 L á 10 cm
Tilia + Pernilla = 20 L á 10 cm
Tilia + Arwetta = 22 L á 10 cm
Tilia + Saga = 22 L á 10 cm
Tilia + Anina = 22 L á 10 cm