Farðu í vöruupplýsingar
1 Af 2

3706 - KARRYGUL

3706 - KARRYGUL

Venjulegt verð 795 kr
Venjulegt verð Söluverð 795 kr
Útsala Uppselt
Skattur innifalinn. Afhendingarskilmálar

6 á lager

PIMABOMULD

Grófleiki: Fingering

Prjónfesta: 28 - 30 L og 40 umf = 10 x 10 cm

Prjónar: 2,5 – 3 mm

Þyngd / lengd: 50 gr / 200 m

Meðhöndlun: max 30°C í þvottavél með stillingu sem hentar bómull og leggist niður til þerris (við mælum alltaf með handþvotti fyrir allar handprjónaðar vörur)

Hráefni: 100% bómull

Vottanir: OEKO-TEX ® 

Pimabomuld er undurmjúk bómull úr smiðju CaMaRose. Bómullin á uppruna sinn að rekja til Perú þar sem hún er bæði ræktuð og spunnin. Plantan vex aðallega í norðanverðri Perú þar sem jarðvegurinn, miðbaugssólin og vatnið frá ánum þar gera það að verkum að Perúísk Pimabómull er ein sú fínasta bómullartegund sem finnst í heiminum í dag.

Þræðir Pimabómullarinnar eru svo fíngerðir og langir að þá þarf að handtýna, það er gert þrisvar sinnum yfir árið. Þræðir Pimabómullarinnar eru sterkari og endingarbetri en flestar aðrar bómullartegundir, hún hleypur ekki í þvotti og harðnar ekki með tímanum heldur helst mjúk áfram.

Pimabomuld er lituð með STANDARD 100 frá OEKO-TEX og eru allir litir þróaðir í samstarfi við CaMaRose.

Pimabomuld er sérstaklega vinsæl í barna- og ungbarnafatnað þar sem það er yndislega mjúkt viðkomu og ertir ekki viðkvæma húð.

Skoða allar upplýsingar