400 - Undyed Brown
400 - Undyed Brown
2 á lager
Beiroa
Grófleiki: Worsted
Prjónfesta: 18-20 L = 10 cm
Prjónar: 4 - 5 mm
Þyngd / lengd: 100 gr / 230 m
Meðhöndlun: Handþvottur
Hráefni: 100% portúgölsk ull
Beiroa er eingöngu unnin úr ull af Bordaleira Serra da Estrela kindastofninum. Þessi kindastofn er á beit í villtri nátturu Portugals. Beiroa mýkist við þvott og blómstrar fallega. Þessi þráður er tilvalinn í peysur, teppi, vettlinga, húfur og hálstau. Beiroa er einspinna og því einstaklega gott að hekla úr henni.
Í Portúgal er ekki stunduð mulesing og er því ullin í Beiroa mulesing free eins og allar ullartegundir frá Retrosaria. Ullin er ræktuð, þvegin og spunnin í Portúgal.
Litir 400 og 401 eru ekki litaðir. Eins og allar ullartegundir frá Retrosaria er Beiroa non-superwash og ekki bleikt fyrir litun. Þar sem ullin er ekki bleikt fyrir litun er ávallt litamismunur á milli lotunúmera, passið að kaupa nóg fyrir verkefnið ykkar.