Farðu í vöruupplýsingar
1 Af 1

402 - NATUR

402 - NATUR

Venjulegt verð 1.590 kr
Venjulegt verð Söluverð 1.590 kr
Útsala Uppselt
Skattur innifalinn. Afhendingarskilmálar

14 á lager

LØVETAND

Grófleiki:  DK

Prjónfesta: 21– 22 L og 31-32 umf = 10 x 10 cm

Prjónar: 3,5 – 4 mm

Þyngd / lengd: 50 gr / 140 m

Meðhöndlun: handþvottur með ullarsápu og leggist niður til þerris

Hráefni: 100% lífrænt hör

Meðhöndlun: viðkvæmur þvottur max 30°C / leggist niður til þerris. Ekki má nota venjulegt þvottaefni á hörið þar sem þar er oft að finna bleikiefni sem skemma hörtrefjarnar.

Løvetand er hörgarn úr lífrænt vottaðri hör frá Belgíu sem er svo unnin á Ítaliu fyrir CaMaRose. Þráðurinn er úr unninn úr örfínum hörþræði sem er prjónaður í snúru. Með því að útbúa þráðinn með þessum hætti næst mýkri hör en ef það er látið vera einn þráður.

Løvetand er frábært hráefni í sumartoppa, kjóla og neðri parta þar sem hörið hefur hitatemprandi áhrif, kælir í hitanum yfir daginn og hlýjar þegar kólnar að kveldi. Hör er líka frábært í töskur, veski og aðra fylgihluti sem þurfa að vera sterkbyggðir.

Hörið er búið til úr stöngli hörblómsins sem gerir hörið öflugt og slitsterkt. Hörið getur virkað nokkuð stíft á meðan prjónað úr því því þetta er plöntustöngull en það verður mýkra og fallegra því meira sem það er handfjatlað, notað og þvegið. Hör er allt að 5 sinnum sterkara en bómull og getur hágæða hör eins og Løvetand enst í allt að 30 ár. Hör andar vel, hefur sýkladrepandi áhrif og hentar fyrir viðkvæma húð. Hör er umhverfisvænt og brotnar alveg niður í náttúrunni.

Skoða allar upplýsingar