605
605
MOTA
Grófleiki: DK / Worsted
Prjónfesta: 16 – 20 L = 10 cm
Prjónar: 4,5 – 5,5 mm
Þyngd / lengd: 100 gr / 230 m
Meðhöndlun: handþvottur með ullarsápu og leggist niður til þerris
Hráefni: 100% spænsk ull af Merinó og Manchega kindastofnum
Mota er ein ástsælasta garntegundin frá Wooldreamers. Mota er framleitt með það að markmiði að styðja við litlar búrfjárfjölskyldur og kindastofna í nágrenninu. Hver og einn lagði fram það besta sem hjörðin þeirra hafði upp á að bjóða til að framleiða þetta einstaka garn.
Mota er gert að öllu leyti í hjarta Castilla-La Mancha og er nefnt til að heiðra rætur Wool Dreamers fjölskyldunnar í bænum þeirra Mota del Cuervo. Þökk sé nálægð bæjanna við mylluna þeirra er Mota framleitt með einu minnsta kolefnisspori á markaðnum!
Wooldreamers eru með 100% rekjanleika sem tryggir að þú sem prjónari getur rakið dokkuna þín til þeirrar kindahjarðar þar sem hún átti uppruna sinn.
Á hverri dokku er QR kóði sem hægt er að skanna til að sjá hvaða kindahjörð er notuð til að framleiða Mota.
Mota er unnin úr ull af Merino og Manchega kindastofnum í nágrenni Wooldreamers.