Farðu í vöruupplýsingar
1 Af 1

6094 - VARM ORANGE

6094 - VARM ORANGE

Venjulegt verð 925 kr
Venjulegt verð Söluverð 925 kr
Útsala Uppselt
Skattur innifalinn. Afhendingarskilmálar

20 á lager

Lamauld

Grófleiki: Worsted

Prjónfesta: 17 - 18 L og 24 umf = 10 x 10 cm

Prjónar: 4,5 – 5 mm

Þyngd / lengd: 50 gr / 100 m

Meðhöndlun: ullarprógram max 30°C / leggist niður til þerris

Hráefni: 50% lamaull og 50% Peruvian Highland wool

Lamauld (lamaull) er mjúk og rustik einspinna sem unnin er úr 50% lamaull og 50% Peruvian Highland Wool. Lamauld kemur í náttúrulegum ólituðum tónum, lituðum samkembum og einlitum litum.

Lamauld er eintök náttúruafurð, hún er lanolin frí, létt og sterk. Þræðirnir eru holir að innan og veita því einstaka einangrun frá kulda, þess vegna er lamauld talin vera hlýrri en almenn kindaull. Þetta rustik útlit og mikla einangrun gerir Lamauld sérstaklega góðan kost fyrir peysur á norðlægum slóðum.

Lamaullin hefur mislanga þræði frá náttúrunnar hendi og því verður maður smá loðinn á meðan maður prjónar úr henni en lausir þræðir fara flestir úr í fyrsta þvotti. Lamauld er mjúk og rustik á sama tíma og sýnir fegurð sína fyrst þegar prjónað er úr henni.

Lamauld er framleidd fyrir CaMarose í spunaverksmiðju í Perú þar sem mikið tillit er tekið til umhverfis, dýravelferðar, bænda í nágrenninu og starfsfólks. Framleiðandinn hefur OEKE-TEX vottun á öllum ullarvörum sem hann framleiðir og nýtir sólarorku við framleiðslu. Há krafa um gæði með tilliti til umhverfis, dýravelferðar og starfsmanna í verksmiðjunni er grunnurinn fyrir samstarfi spunaverksmiðjunnar og CaMaRose síðan 2010.

Lamaullin er tilvalin í staðin fyrir léttlopa fyrir þau sem þola illa að ganga í íslenskri ull. Þú færð þessa loðnu villtu áferð sem íslenska ullin hefur og verður því ullarpeysa úr Lamauld keimlík ullarpeysu í léttlopa, nema mýkri.

Skoða allar upplýsingar