7781 - AUBERGINE
7781 - AUBERGINE
21 á lager
SNEFNUG
Grófleiki: Aran / Bulky
Prjónfesta: 12 – 16 L og 24 umf = 10 x 10 cm
Prjónar: 4 – 6 mm
Þyngd / lengd: 50 gr / 110 m
Meðhöndlun: handþvottur með ullarsápu og leggist niður til þerris
Hráefni: 55% Baby alpaca, 10% extra fine merinóull (mulesing free) og 35% bómull
Snefnug (Snjókorn) er framleitt fyrir CaMaRose hjá Ítalskri fjölskyldurekinni spunaverksmiðju sem starfar með tilliti til umhverfis og dýravelferðar.
Snefnug er yndislega mjúkt, létt, loftugt og með mikla fyllingu. Garnið er framleitt úr náttúrulegum hráefnum, 55% Baby alpaca, 10% extra fine merinóull (mulesing free) og 35% bómull.
Snefnug er svokallað blásið garn. Uppistaðan í þræðinum er prjónuð bómullarsnúra og inní snúruna er svo blásin fíngerð blanda af baby alpaca og extra fine merinóull. Þannig næst sérstakur þráður sem er bæði sterkur, loftugur og extra mjúkur.
Snefnug er vinsælt í allar flíkur fyrir alla aldurhópa, frá ungabörnum til fullorðinna.
Einnig er til Snefnug Natur, það er að öllu leiti eins og Snefnug nema allir litir þar eru ólitaðir hreinir náttúrulitir.