Farðu í vöruupplýsingar
1 Af 1

8202 - GRANIT

8202 - GRANIT

Venjulegt verð 1.699 kr
Venjulegt verð Söluverð 1.699 kr
Útsala Uppselt
Skattur innifalinn. Afhendingarskilmálar

20 á lager

HØST

Grófleiki: Worsted

Prjónfesta: 17– 18 L og 28 umf = 10 x 10 cm

Prjónar: 4 mm

Þyngd / lengd: 50 gr / 120 m

Meðhöndlun: Handþvottur með ullarsápu / leggist niður til þerris

Hráefni: 75% lífræn bómull, 16% endurunnin ull & 9% lífræn Cashmere

Høst kemur í 8 litum sem allir eru hannaðir út frá fallegum haustlitum. Høst er yndislega mjúkt, létt, loftugt og með mikla fyllingu. Høst samanstendur af náttúruhráefnum og notast er við lífrænt hráefni þar sem möguleikinn er til þess. Høst samanstendur af 75% lífrænni bómull, 16% endurunninni ull & 9% lífrænni Cashmere.

Uppstaðan í þræðinum er bómullarnet úr lífrænni bómull sem er lituð með sérstakri spraututækni til að ná fram litaspilinu sem er að finna í Høst. Inní bómullarnetinu er svo blásin endurunnin ull og cashmere sem gerir þetta að sannkölluðu lúxusgarni.

Høst er framleitt fyrir CaMaRose hjá Ítalskri fjölskyldurekinni spunaverksmiðju sem starfar með tilliti til umhverfis og dýravelferðar. Høst er tilvalið í allt frá smáum verkefnum eins og vettlingum, treflum og húfum til stærri verkefna eins og vesti eða peysu.

Høst þarf að handþvo og getur stykkið minnkað um allt að 7% við þvott en það gefur svo aftur eftir við notkun. Mælt er með að prjóna stroff töluvert þéttar en vani er þar sem þau geta gefið meira eftir við notkun en 100% ull.

Skoða allar upplýsingar