BC
BC
10 á lager
Brusca
Grófleiki: Light Worsted / Heavy DK
Prjónfesta: 19-21 L = 10 cm
Prjónar: 4 - 5 mm
Þyngd / lengd: 50 gr / 125 m
Meðhöndlun: Handþvottur
Hráefni: 100% portúgölsk ull
Brusca er eingöngu unnin úr ull af 50% Saloia og 50% Merino Branco og Merino Preto kindastofnunum. Saloia er ein af mörgum kindsstofnum sem finnast í Portúgal, hún á uppruna sinn að sækja til Lisbon og Setúbal. Saga Saloia kindastofnsins er vel skjalfest aftur til 19. aldar þar sem ullin af þessum stofn var talin sá fínlegasti sem fannst í landinu og var ullin því mjög eftirsótt.
Í Portúgal er ekki stunduð mulesing og er því ullin í Brusca mulesing free eins og allar ullartegundir frá Retrosaria. Ullin er ræktuð, þvegin og spunnin í Portúgal.
Litir A, B, C og BC eru ekki litaðir. Eins og allar ullartegundir frá Retrosaria er Brusca non-superwash og ekki bleikt fyrir litun. Þar sem ullin er ekki bleikt fyrir litun er ávallt litamismunur á milli lotunúmera, passið að kaupa nóg fyrir verkefnið ykkar.