Börnin í Ólátagarði
Börnin í Ólátagarði
Stærðir: 18-24 mán. (2-3) 3-4 (4-5) 5-6 ára
Aðferð: Börnin í Ólátagarði er hefðbundin íslensk lopapeysa. Bolur og ermar eru prjónuð í hring. Við handveg eru lykkjur af ermum og bol sameinaðar á einn prjón og axlastykki prjónað í hring. Umferð byrjar í vinstri hlið á bol en á
axlastykki byrjar umferð á samskeytum bols og ermar, vinstra megin á baki. Á hnepptri peysu byrjar umferð að framan þar sem peysa er opnuð.
Axlastykki er prjónað með tvíbandaprjóni eftir munsturteikningu. Stroff neðan á bol, framan á ermum og í hálsmáli er prjónað með 1x1 stroffi, svo og tölulistar að framan. Í brugðnu lykkjurnar fyrir miðju að framan eru saumaðir tveir þéttir saumar með saumavél áður en klippt er upp á milli þeirra (á við um hneppta peysu).
Deila
Efniviður
Efniviður
Grá peysa:
Léttlopi - 50 gr/100 m
A 0054 fölgrár 3 (3) 4 (5) 6
B 0058 dökkgrár 1 (1) 1 (1) 1
C 1404 jökulblágrænn 1 (1) 1 (1) 1
D 9426 gulgrænn 1 (1) 1 (1) 1
Brún Peysa:
Peruvian Highland Wool - 50 gr/100 m
A 973 nougat 3 (3) 4 (5) 6
B 270 midnight Blue 1 (1) 1 (1) 1
C 977 marzipan 1 (1) 1 (1) 1
D 352 Red Squirrel 1 (1) 1 (1) 1
6 (6) 7 (7) 7 tölur fyrir hneppta peysu (ca 15 -18 mm)
Aðrar tegundir sem hægt er að nota:
- 3 þráða Snælda frá Snældunni
- Lamauld og Lamatweed frá CaMaRose
Prjónar og áhöld
Prjónar og áhöld
Hringprjónar nr 3 1⁄2 - 60 cm
Hringprjónar nr 4 1⁄2 - 40 og 60 cm
Sokkaprjónar nr 3 1⁄2 og 4 1⁄2
Pjónamerki = 1 stk
Prjónanælur eða aukabönd = 4 stk
Prjónfesta
Prjónfesta
10 x 10 cm = 18 L og 24 umf í sléttu prjóni á prjóna nr 4,5
Sannreynið prjónfestu og skiptið um prjónastærð ef þarf