Farðu í vöruupplýsingar
1 Af 2

ChiaoGoo sokkaprjónasett

ChiaoGoo sokkaprjónasett

Venjulegt verð 11.990 kr
Venjulegt verð Söluverð 11.990 kr
Útsala Uppselt
Skattur innifalinn. Afhendingarskilmálar

Sokkaprjónasettið frá ChiaoGoo inniheldur 6 stærðir af vinsælu 15 cm stál sokkaprjónunum þeirra. Settið inniheldur stærðir: 2,0 - 2,25 - 2,5 - 2,75 - 3,0 - 3,25. Settið kemur í fallegu veski sem er úr þéttofnu bómullarefni að innan sem og utan og opnast eins og bók. Veskið hefur 6 hólf, eitt merkt hólf fyrir hverja stærð í settinu, og eitt rennt hólf fyrir aukahluti að utanverðu. Veskið er einnig hægt að kaupa eitt og sér, sjá hér.

ChiaoGoo stál sokkaprjónarnir eru með frábærum oddi sem hjálpa mikið við hverskyns nákvæmnisprjón. Prjónarnir eru holir að innan sem gerir þá létta í hendi og minnkar álag á hendur. Prjónarnir eru úr ryðfríu læknastáli og með sléttri satináferð. Hver prjónn hefur varanlega laser áprentun fyrir hverja stærð. Prjónarnir eru sterkir og 100% endurvinnanlegir.

Settinu fylgir líka lítið prjónamál og 12 prjónamerki sem henta stærðunum í settinu.

Hæð: 18 cm

Breidd: 9 cm (lokað)

Skoða allar upplýsingar