Clay - burkni
Clay - burkni
Fallegu verkefnapokarnir frá Kaliko gleðja alla fagurkera. Þeir eru afar vandaðir og mikil vinna í þá lögð, handgerðir af textíllistakonunni Ania Grzeszek í Berlín.
Pokarnir eru saumaðir úr jurtalituðum lífrænum bómullarefnum sem hafa GOTS vottun. Einungis er jurtalitað með jurtum í nærumhverfinu til að minnka öll kolefnisspor. Fóður að innan er úr lífrænu hörefni og eru tveir vasar að innan fyrir prjóna eða önnur verkfæri. Myndir á pokum eru silkiþrykktar á efnin eftir litun.
Pokarnir koma í nokkrum litum og hafa mismunandi silkiprentaðar myndir af plöntum. Þar sem efnin eru handlituð með jurtum þá verða engir tveir pokar eins og ekki þarf að vera að þinn poki verði nákvæmlega eins og myndin sýnir.
Með því að velja þessa vöru er bæði verið að styrkja einyrkja, kvennarekið fyrirtæki og um leið að styrkja umhverfsvæna framleiðslu.
Stærð: 30 x 25 x 8 cm