Grænahlíð
Grænahlíð
Stærðir: 2-3 (3-4) 4-5 ára
Aðferð: Grænahlíð á rætur sínar að rekja til prjónaklukku sem amma mín átti þegar hún var lítil stelpa. Hún sagði mér frá því hvernig fötum hún gekk í sem barn og þegar hélkögglarnir festurst í prjónaklukkunni hennar þegar hún var úti að leika sér.
Grænahlíð er að mestu prjónuð í hring. Byrjað er á því að prjóna pilsið með útprjóni eftir munsturteikningu. Því næst er skipt yfir í slétt prjón og bolurinn prjónaður í hring. Í lokin er fitjað upp fyrir handvegi og laski gerður til að móta efra stykki klukkunnar. Þegar kemur að hálsmáli er það prjónað fram og til baka og lítil hnesla hekluð á miðju baki til skrauts.
.
Deila
Efniviður
Efniviður
Lace grófleiki
Saga frá Filcolana
50 gr / 300 m - 2 (3) 3 dokkur
Prjónar og áhöld
Prjónar og áhöld
Hringprjónar nr. 3 - 40 cm
Hringprjónar nr. 3½ - 40 og 80 cm
Heklunál nr. 2 eða 2½
Prjónamerki = 4 stk. (1 pm þarf að vera í öðrum lit en hin)
1 x hnappur eða tala = u.þ.b. 10 - 15 mm
Prjónfesta
Prjónfesta
10 x 10 cm = 26 L og 36 umf á prjóna nr. 3½
Sannreynið prjónfestu og skiptið um prjónastærð ef þarf