Laine Magazine 15
Laine Magazine 15
2 á lager
Laine Magazine er framúrskarandi prjóna- og lífstílstímarit með norðlensku ívafi fyrir nútíma handverksfólk.
Stelpurnar á bak við Laine, Jonna og Sini, hafa enn eitt skiptið sent frá sér frábært eintak af Laine sem hefur í hávegum náttúrulega þræði, hægan lífsstíl, handverk úr nærumhverfinu og hið fallega og náttúrlega líf.
Í Laine Magazine 15 er að finna:
- 12 uppskriftir, 8 peysur, 2 sjöl, 1 húfa og 1 sokkapar. Hönnuðir uppskrifta eru: Jenny Ansah, Jennifer Brou, Weichien Chan (also known as the Petite Knitter), Štěpánka Drchalová, Meiju K-P, Bernice Lim (also known as Yamagara), Hanna Maciejewska, Terri Maue, Olga Putano, Florence Spurling and Yiğitcan Vatansever.
- Viðtal við prjónahönnuðinn Lindsey Fowler, þar segir hún frá fæðingarþunglyndi og það hvernig prjónið hjálpaði henni að öðlast sjálfsmynd utan móðurhlutverksins.
- Grein um sauðfjárbóndann Jarmo Latvanen um það hvernig kindur hjálpa til við að bjarga lífverum í útrýmingarhættu
- Jeanette Sloan tekur spjall við Rose Sinclair um það hvernig handverk getur verið hvati fyrir félagslegar breytingar.
- Fimm leiðir frá Päivi Kankaro um það hvernig hægt að nota prjón sem tæki til breytinga.
- Þar sem ég prjóna: hér er spjallað Noru Abousteit stofnanda CraftJam.
- árstíðabundnar uppskrift, hér eru skoðaðar gómsætar uppskriftir fyrir haustið og margt, margt fleira
Blaðsíðufjöldi: 148
Tungumál: Enska
Umbrot: Mjúkspjalda