Eucalan sápa Jasmin
Eucalan sápa Jasmin
Náttúrulegu sápurnar frá Eucalan er bæði hægt að nota í handþvott og í þvottavélar. Jasmin ilmkjarnaolían hefur sótthreinsandi áhrif og hentar því einstaklega vel í viðkvæmasta þvottinn þinn.
Afhverju að nota jasmin ilmkjarnaolíur í sápuna?
Þó svo að allar Eucalan sápurnar hreinsi eins (losa óhreinindi frá því sem er verið að þrífa og losa það út í vatnið) þá eru sumar olíur sem skilja eftir langvarandi áhrif. Jasmin ilmkjarnaolía heldur ullarflíkunum okkar hreinum áfram í langan tíma eftir þvott. Sápan virkar einnig sem rykmaura fæla og hjálpar líka við að afrafmagna flíkur
Afhverju á ekki að skola sápuna úr?
Eucalan sápan er ekki þannig gerð að það þurfi að skola hana úr. Vatnið verður að öllum líkindum aðeins brúnt þegar sápan losar um óhreinindi í flíkinni og sleppir þeim út í vatnið. Þó svo að sápan sé að hluta til enn í ullarflíkinni þá er það af hinu góða, lanolínið í sápunni styrkir ullarþræðina og mýkir, einstaklega gott fyrir allar ullarflíkur.
Ef þú hefur þörf fyrir það að skola sápuna úr þá er það að sjálfsögðu í fínu lagi, sápan er búin að vinna vinnuna sína og taka óhreinindi úr flíkinni, það eina sem tapast við það að skola sápuna úr eru langvarnadi áhrifin af lanolín og eucalyptus ilmkjarnaolíunni.
Eucalan sápan er einnig tilvalin í ferðalög þar sem ekki er von á að komast í þvottavél eða þar sem spara þarf vatn.