Fífukolla
Fífukolla
Stærðir: 53-54 (55-56) 57-58 (59-60) cm í höfuðummál
Aðferð: Fífukolla er prjónuð í 2x2 stroffi frá uppfiti og til enda. Fyrst er u.þ.b. helmingur húfunnar prjónaður, á þeim tímapunkti eru uppfitslykkjur prjónar við opnar lykkjur á prjóni til að móta uppábrot. Eftir það er haldið áfram að prjóna stroff þar til úrtaka tekur við í toppnum. Uppskriftin inniheldur leiðbeinandi myndir.
vantar þig garn í Fífukollu.
Deila
Efniviður
Efniviður
Bella Color eða Bella
50 gr = 145 m
3 dokkur fyrir allar stærðir
Kiss me Mohair 25 gr = 75 m
(4,5) 4,5 (5) 5 dokkur af kiss me mohair
Prjónar og áhöld
Prjónar og áhöld
Hringprjónar nr 5 - 40 cm
Sokkaprjónar nr 5
Lokað prjónamerki = 1 stk
Opin prjónamerki = 17 (18) 19 (20) stk, gott er að eitt af þessum merkjum sé í öðrum lit til að sjá hver er fyrsta merkta lykkjan. Þetta er valkostur en ekki nauðsynlegt.
Prjónfesta
Prjónfesta
10 x 10 cm = 15 L og 22 umf í munsturprjóni á prjóna nr 5 í tvöföldum þræði.