Farðu í vöruupplýsingar
1 Af 5

Gjá

Gjá

Venjulegt verð 1.050 kr
Venjulegt verð Söluverð 1.050 kr
Útsala Uppselt
Skattur innifalinn. Afhendingarskilmálar

Stærðir: 6 (8) 10 (12) ára

Aðferð: Gjá er óhefðbundin íslensk lopapeysu en þó að einhverju leiti hefðbundin. Bolur og ermar eru prjónuð í hring. Við handveg eru lykkjur af ermum og bol sameinaðar á einn prjón og axlastykkið prjónað í hring, fyrst koma laskaúrtökur og svo tekur við hringlaga berustykki. Umferð byrjar og endar á brugðinni lykkju á miðjum bol. Saumað er með saumavél í brugðnu lykkjurnar á miðju framstykkis áður en klippt er upp milli þeirra til að opna peysuna. Á bol er úrtaka í mitti.

Efniviður

Lamaull frá CaMaRose
50 gr = 100 m
Litur A: 4 (5) 6 dokkur
Litur B: 2 (2) 3 dokkur

Einnig er hlægt að nota:
Léttlopa
3 þráða Snældu
Peruvian Highland Wool

Prjónar og áhöld

Hringprjónar nr 3 1⁄2 - 60 cm
Hringprjónar nr 4 1⁄2 - 40 og 60 cm
Sokkaprjónar nr 3 1⁄2 og 4 1⁄2
Pjónamerki = 1 stk
Prjónanælur eða aukabönd = 4 stk

Prjónfesta

10 x 10 cm = 18 L og 24 umf í sléttu prjóni á prjóna nr 4,5

Sannreynið prjónfestu og skiptið um prjónastærð ef þarf

Skoða allar upplýsingar