Glóð
Glóð
Stærðir: 0-6 (12-18) mánaða
Aðferð: Glóð er fljótprjónuð ungbarnahúfa. Húfan er prjónuð í hring með stuttum umferðum sem móta eyrnaflipa. Þar á eftir er munstur prjónað og úrtökur settar inn í munstur í toppnum. Í lokin er snúra prjónuð niður úr eyrnaflipum sem endar á því að lítið lauf er prjónað á enda snúrunnar.
Deila
Efniviður
Efniviður
Garnmagn: 100 (120) m af garni í Worsted grófleika
Hér fyrir neðan eru uppástungur af garntegundum sem hægt er að nota
Lamaull frá CaMaRose
50 gr = 100 m
1 (2) dokkur
Lark frá Quince and Co.
50 gr = 123 m
1 (1) dokka
Snældan 3 þráða
50 gr = 130 m
1 (1) hespa
Peruvian Highland Wool frá Filcolana
50 gr = 100 m
1 (2) dokkur
Prjónar og áhöld
Prjónar og áhöld
Hringprjónar nr 3 1⁄2 og 4 - 40 cm
Sokkaprjónar nr 3 1⁄2 og 4
Prjónamerki = 1 stk
Prjónfesta
Prjónfesta
5 x 5 cm = 11 L og 14 umf í munsturprjóni á prjóna nr. 4
Sannreynið prjónfestu og skiptið um prjónastærð ef þarf