Jólasveinar
Jólasveinar
Stærðir: 5-6 (7-8) 9-10 (11-12) ára
Aðferð: ólasveinar er hefðbundin íslensk lopapeysa fyrir litla fólkið okkar. Bolur og ermar eru prjónuð í hring. Við handveg eru lykkjur af ermum og bol sameinaðar á einn prjón og axlastykki prjónað í hring. Umferð byrjar í vinstri hlið á bol en á axlastykki byrjar umferð á samskeytum bols og ermar, vinstra megin á baki.
Deila
Efniviður
Efniviður
Léttlopi - 50 gr/100 m
Aðrar tegundir sem hægt er að nota:
- 3 þráða Snælda frá Snældunni
- Peruvian Highland Wool frá Filcolana
- Lamauld og Lamatweed frá CaMaRose
Hvít peysa:
A 0051 hvítur 5 (6) 6 (7) dokkur
B 0005 hærusvartur 1 (1) 1 (1) dokka
C 0058 dökkgrár 1 (1) 1 (1) dokka
D 0867 dökkmórauður 1 (1) 1 (1) dokka
E 1420 skuggi 1 (1) 1 (1) dokka
F 9427 ryðbrúnn 1 (1) 1 (1) dokka
G 9418 blágrár 1 (1) 1 (1) dokka
H 1700 háský 1 (1) 1 (1) dokka
I 9421 grágrænn 1 (1) 1 (1) dokka
Rauð peysa:
A 9434 hárauður 4 (5) 5 (6) dokkur
B 0056 ljósgrár 1 (1) 1 (1) dokka
C 0054 fölgrár 1 (1) 1 (1) dokka
D 0051 hvítur 1 (1) 1 (1) dokka
E 0005 hærusvartur 1 (1) 1 (1) dokka
F 0058 dökkgrár 1 (1) 1 (1) dokka
G 0867 dökkmórauður 1 (1) 1 (1) dokka
H 1402 himinblár 1 (1) 1 (1) dokka
I 1406 vorgrænn 1 (1) 1 (1) dokka
Prjónar og áhöld
Prjónar og áhöld
- Hringprjónar nr. 3,5 og 4,5 / 40 og 60 cm.
- Sokkaprjónar nr. 3,5 og 4,5 / eða 80 - 100 cm hringprjón ef notast er við “magic loop” aðferðina.
- 4 prjónanælur eða aukabönd.
Prjónfesta
Prjónfesta
18 L og 24 umf = 10 x 10 cm í sléttu prjóni á prjóna
nr. 4,5 eftir þvott. Sannreynið prjónfestu og skiptið um
prjónastærð ef þarf.