Farðu í vöruupplýsingar
1 Af 4

Kaldagil

Kaldagil

Venjulegt verð 1.050 kr
Venjulegt verð Söluverð 1.050 kr
Útsala Uppselt
Skattur innifalinn. Afhendingarskilmálar

Stærðir: 1 (2) 3 (4) 5 (6)

Yfirvídd: 92 (101) 109 (114) 120 (127) cm / mælt er með 10-17 cm í hreyfivídd

Aðferð: Kaldagil er hefðbundin íslensk lopapeysa. Bolur og ermar eru prjónuð í hring. Við handveg eru lykkjur af ermum og bol sameinaðar á einn prjón og axlastykki prjónað í hring. Umferð byrjar í vinstri hlið á bol en á axlastykki byrjar umferð á samskeytum bols og ermar, vinstra megin á baki. Prjónuð er upphækkun efst á bol áður en axlastykki er prjónað. Bolurinn er örlítið styttri og örlítið meiri yfir vídd til að mynda smá boyfriend look í peysunni.

Vantar þig garn í peysuna:

Lamauld

Snældan

Peruvian Highland Wool

Efniviður

Léttlopi
50 gr - 100 m
A: 0054 fölgrár 8 (9) 9 (10) 11 (12)
B: 0056 ljósgrár 1 (1) 1 (1) 1 (1)
C: 0057 grár 1 (1) 1 (1) 1 (1)
D: 0058 dökkgrár 1 (1) 1 (1) 1 (1)
E: 1415 úfinn sjór 1 (1) 1 (1) 1 (1)

Ef þú vilt einungis nota einn lit í munstrið muntu þurfa: 100 (105) 110 (115) 120 (130) m

Hér fyrir neðan eru uppástungur af garntegundum sem einnig er hægt að nota

Lamaull frá CaMaRose
3 þráða Snælda
Beiroa frá Retrosaria (peysa með röndum)

Prjónar og áhöld

Hringprjónar 4 og 4 1⁄2 mm - 40, 60 og 80 cm
Sokkaprjónar 3 1⁄2 og 4 1⁄2 mm eða 80-100 cm ef notast er við magic loop aðferðina
Prjónanælur eða aukaband = 6 stk
Prjónamerki = 2 stk

Prjónfesta

10 x 10 cm = 18 L og 24 umf í sléttu prjóni á prjóna nr 4,5 eftir þvott

Sannreynið prjónfestu og skiptið um prjónastærð ef þarf

Skoða allar upplýsingar