Kaninka
Kaninka
Ekki tókst að hlaða framboði á afhendingum
Stærðir: 0-3 (3-6) 6-9 (9-12) 12-24 mánaða
Aðferð: Ungbarnahúfan Kaninka er prjónuð fram og til baka. Byrjað er að prjóna stroff við háls- mál og við tekur að prjóna hnakka og hliðar. Þegar hnakki og hliðar hafa verið prjónuð er byrjað að móta fyrir hvirflinum og á sama tíma eru eyrun prjónuð inní, eyru eru prjónuð í hring. Prjónaðar eru upp lykkjur meðfram brún við andlit og stroff prjónað fram og til baka. Bönd eru prjónuð á í lokin.
Deila
Efniviður
Efniviður
Alls: 290 (310) 330 (350) 380 m af garni í fingering grófleika
Hægt er að velja úr eftirtöldum garntegundum:
Yaku frá CaMaRose
50 gr dokkur = 200 m
2 (2) 2 (2) 2 dokkur
Pima bomuld frá CaMaRose
50 gr dokkur = 200 m
2 (2) 2 (2) 2 dokkur
Sommeruld frá CaMaRose
50 gr. dokkur = 230 m
2 (2) 2 (2) 2 dokkur
The uncommon thread, Everyday
100 gr hespur = 400 m
1 (1) 1 (1) 1 hespa
Prjónar og áhöld
Prjónar og áhöld
Hringprjónar nr 2 og 2 1⁄2 - 60 eða 80 cm
Sokkaprjóna eða langan hringprjón nr 3 fyrir eyru
Sokkaprjónar nr 2
Prjónamerki = 3 stk
Prjónanælur = 3 stk
Prjónfesta
Prjónfesta
5 x 5 cm = 18 L og 26 umf á prjóna nr 2 1⁄2 í sléttu prjóni eftir þvott
Sannreynið prjónfestu og skiptið um prjónastærð ef þarf



