Laine Magazine 25
Laine Magazine 25
3 á lager
Ekki tókst að hlaða framboði á afhendingum
--- Laine 25 fer í sölu 16. maí. Þeir sem versla blaðið fyrir 16. maí fá það sent í pósti 15. maí svo það sé komið til ykkar á útgáfudegi :) ---
Laine Magazine er framúrskarandi prjóna- og lífstílstímarit með norðlensku ívafi fyrir nútíma handverksfólk.
Stelpurnar á bak við Laine, Jonna og Sini, hafa enn eitt skiptið sent frá sér frábært eintak af Laine sem hefur í hávegum náttúrulega þræði, hægan lífsstíl, handverk úr nærumhverfinu og hið fallega og náttúrlega líf.
Í Laine Magazine 25 er að finna:
- 12 uppskriftir, 5 peysur, 3 stuttermaboli/toppa, 3 sjöl og sokkapar. Hönnuðir uppskrifta eru: Audrey Borrego, Antonio Jesús Castillo Urquízar, Lindsey Fowler, Sus Gepard, Maria Gomes, Kaori Katsurada, Linda Lencovic, Lotta H Löthgren, Marina Storm, Maaike van Geijn, Imke von Nathusius og Marie-Ève Wedge.
- Grein um Stéphanie Schiffgens, smalakonu frá Oregon sem ræktar Gotlenskar kindur í Bandaríkjkunum og framleiðir yndislega ull sem prjónarar út um allann heim elska.
- Viðtal við bresku prjónakonuna Milli Abrams sem ætlar að róa 3000 mílur yfir Atlantshafið til að safna pening fyrir góðagerðamál.
- Jeanette Sloan tekur spjall við Louis Boria (@brooklynboyknits) prjónahönnuð frá New York. Louis er einnig kennari, aðgerðarsinni go TEDx fyrirlesari.
- Fimm góð ráð frá Päivi Kankaro þar sem við lærum hvernig við getum tekið betri myndir af prjónaverkefnunum okkar.
- Þar sem ég prjóna: Við hittum hina finnsku Tiina Lehtonen sem finnst best að prjóna í garðskálanum sínum.
- uppskrift af sumarréttum og bókarýni og margt fleira.
Blaðsíðufjöldi: 148
Tungumál: Enska
Umbrot: Mjúkspjalda
Deila


























