Farðu í vöruupplýsingar
1 Af 4

Lojan Buddy eins pedala rokkur

Lojan Buddy eins pedala rokkur

Venjulegt verð 83.990 kr
Venjulegt verð Söluverð 83.990 kr
Útsala Uppselt
Skattur innifalinn. Afhendingarskilmálar

Eins pedala Buddy rokkurinn frá Lojan í Hollandi er ný kynslóð af rokkum sem eru hannaðir af hinum víðfræga hönnuði Jan Louët (stofnanda Louët) og dóttir hans Loes. 

Buddy hefur fimm hlutföll til að stýra hraða: 1:4 - 1:6 - 1:9 - 1:13 - 1:18 og op sem getur tekið við þykkum þráð og innleggi í það op sem minnkar það í 12 mm ef verið er að spinna þynnri þráð svo þráðurinn sé ekki að vaggast um í of stóru opi. Með þessum eiginleikum er hægt að spinna þykkt, þunnt og listagarn (e. art yarn) með auðveldum hætti.

Þar sem rokkurinn er með einföldu breiðu stigbrettum getur þú notað báðar fætur í einu eða bara annan en hér fara bæði hægri og vinstri fótur upp og niður á sama tíma. Ef þú vilt spinna með því að svissa upp og niður milli hægri og vinstri fótar (eins og að hjóla) þá myndir Tveggja pedala Byddy henta þér betur.

Með Buddy rokknum fylgja fjórar spólur og frístandandi spólustandur (e. Lazy kate) sem rúmar þrjár spólur. Hver spóla getur tekið við um það bil 200 gr af þræði.

Buddy rokkurinn er úr gegnheilum beykiviði og lagskiptum beykiviði og er auðvelt í uppsetningu.

Rokkurinn er með hollenskri spennu og loftaflfræðilega hönnun á spunahaldaranum, sem gerir þér kleift að spinna með mjög lítilli togspennu á þráðinn sem gerir þennan rokk bæði góðan til að spinna þykkan og þunnan þráð! Hollenska spenna er einfaldlega eins og Írsk spenna (Irish Tension) nema þróuð áfram af hinum eina sanna Jan Louet. Þið getið lesið meira um fræðina á bak við spennu á rokkum hér.

Hlutföll: 1:4, 1:6, 1:9, 1:13, 1:18

Magngeta hverrar spólu: um það bil 200 gr

Þvermál aðalhjóls: 41 cm

Þráðaop: Ø18 mm (Hægt að minnka í Ø12 mm með meðfylgjandi innleggi)

Hæð upp að opi: 65 cm

Efniviður: gegnheill beykiviður og lagskiptur beykiviður

Þyngd: 5,5 kg


                  
Skoða allar upplýsingar