Lojan rakgrind
Lojan rakgrind
Ekki tókst að hlaða framboði á afhendingum
Rakgrind er nauðsynleg þegar rekja þarf í slöngu (uppistöðuna) fyrir þann vefnað sem skal vefa. Er þetta fyrsta skrefið sem tekið er áður en sett er upp í vefstólinn. Rakgrindin myndar skilin sem þurfa að vera til staðar þegar þrætt er í forskeiðina. Rakgrindin er líka notuð til að rekja réttan metrafjölda fyrir vefnaðinn.
Rakgrindur frá Lojan koma í tveimur stærðum:
Lítil: 62 x 62 x 15 cm - lengst hægt að rekja 6,5 m
Stór: 82 x 82 x 15 cm - lengst hægt að rekja 12 m
Rakgrindin er auðveld í samsetningu og fer vel í geymslu. Hægt er að kaupa borðklemmu auklega til að festa rakgrindina við borðbrún en einnig er hægt að láta hana liggja á borði eða hengja hana upp á vegg, allt eftir hentugleika.
Efniviður: ómeðhöndlaður gegnheill beykiviður
