Niflheimar
Niflheimar
Stærð: faðmur 224 cm og dýpt 62 cm
Aðferð: Niflheimar er grunnt sjal með miðlungs faðm. Byrjað er á því að gera tímabundið uppfit og miðparturinn prjónaður út frá því. Því næst eru hægri og vinstri vængir prjónaðir í sitt- hvoru lagi út frá miðpartinum. Endað er á því að prjóna kant á sjalið og tímabundna uppfitið fjarlægt í þeim parti af sjalinu. Hægt er að leika sér með liti, allt frá tveimur litum uppí eins marga og þú vilt hafa. Uppskriftin leiðbeinir um 3 lita og 5 lita sjal.
Deila
Efniviður
Efniviður
Fingering grófleiki
magn notað í fimm lita útgáfu:
A = 340 m
B = 65m
C = 320m
D = 60m
E = 60m
var notað í 3 lita útgáfuna
A = 340m
B = 155m
C = 320m
Uppástungur af garntegundum:
Vivid Wool
Uncommon Everyday frá The Uncommon Thread
Yaku frá CaMaRose
Tynd lamauld frá CaMaRos
Prjónar og áhöld
Prjónar og áhöld
- hringprjónar nr 3,75 / 80-100 cm
- Smá spotta af aukabandi fyrir tímabundið uppfit
- 2 Prjónamerki