Öræfi
Öræfi
Stærðir: 1 (2) 3 (4) 5 (6)
Yfirvídd: 89 (93) 97 (100) 106 (111) cm / mælt er með 0 - 28 cm í hreyfivídd
Aðferð: Öræfi er óhefðbundin íslensk lopapeysa. Bolur og ermar eru prjónuð í hring. Við handveg eru lykkjur af ermum og bol sameinaðar á einn prjón og axlastykki prjónað í hring. Umferð byrjar í vinstri hlið á bol en á axlastykki byrjar umferð á samskeytum bols og ermar, vinstra megin á baki. Peysan er aðsniðin í mitti og prjónuð er upphækkun efst á bol áður en axlastykki er prjónað.
Vantar þig garn í peysuna:
Deila
Efniviður
Efniviður
Léttlopi
50 gr - 100 m
A: 0005 hærusvartur 8 (8) 9 (9) 10 (10) dokkur
B: 0051 hvítur 2 (2) 3 (3) 3 (3) 3 dokka
Sjá aðrar tegundir sem hægt er að nota hér að ofan.
Prjónar og áhöld
Prjónar og áhöld
- nr. 4 og 4,5 / 80 cm hringprjónn. gott er að hafa 100 cm hringprjóna fyrir stærð 6.
- nr. 3,5 og 4,5 / 40 cm hringprjóna og sokkaprjóna (eða 80 -100 cm hringprjóna ef þú notast við “magic loop” aðferðina).
ATH! Gott er að nota prjóna nr. 5 - 5,5 í munsturbekk ef munsturprjón á það til að kiprast saman hjá þér.
Prjónanælur eða aukabönd = 6 stk
Prjónamerki = 2 stk
Prjónfesta
Prjónfesta
10 x 10 cm = 18 Log 24 umf í sléttu prjóni á prjóna
nr 4 1⁄2 eftir þvott. Sannreynið prjónfestu og skiptið um prjónastærð ef þarf