Farðu í vöruupplýsingar
1 Af 3

T&M - "allskonar" veski

T&M - "allskonar" veski

Venjulegt verð 11.990 kr
Venjulegt verð Söluverð 11.990 kr
Útsala Uppselt
Skattur innifalinn. Afhendingarskilmálar

Stelpurnar á bak við Thread & Maple hafa hannað alveg einstakt skipulagskerfi fyrir verkfærin okkar. Við getum núna sett saman möppu sem er sérsniðin að okkar einstaka prjónasafni. Það á enginn eins prjóna, sumir eiga fullt af áföstum hringprjónum á meðan næsti á meira af sokkaprjónum eða bara skiptanlega prjóna eða allt í bland. Ekkert veski hefur komið á markaðinn sem getur virkað fyrir svona ólíkar þarfir og einnig verið svona tímalaust og fallegt á sama tíma. Það sést að þessar vörur eru hannaðar af prjónurum fyrir prjónara!

Þetta veski hentar fyrir allt hitt dótið sem við erum með í kringum handavinnuna, miðarnir utan af dokkunum, prjónfestuprufa og fleira og fleira svona allskonar ;)

Veskið getur bæði verið blaðsíða í möppunum frá Thread & Maple eða stakt veski. Ef þú átt marga skiptanlega odda þá getur þú fengið þér eins margar síður/veski í möppuna eins og þú telur þörf á. 

Veskin eru handgerð af mikilli nákvæmni og natni úr ekta leðri. Leðrið er sérvalið af stelpunum í Thread & Maple með það í huga að það eldist fallega og gangi jafnvel í erfðir. Leðrið eldist einstaklega fallega og fær maður tilfinningu fyrir því að veskið eigi sér sögu og það fær einnig á sig mikinn karekter með tímanum. 

Stærð:

Opið: 27cm x 18cm

Lokað: 13,5cm x 18cm

ATH verkfæri á mynd fylgja ekki með

Skoða allar upplýsingar