Treflahúfan
Treflahúfan
Ekki tókst að hlaða framboði á afhendingum
Stærðir: 54-56 (57-59) cm í höfuðummál
Aðferð: Treflahúfan er prjónuð í 2x2 stroffi frá uppfiti og til enda. Fyrst eru tveir treflar prjónaðir og svo eru þeir sameinaðir á einn prjón og húfan sjálf prjónuð í beinu framhaldi. Eftir það er haldið áfram að prjóna stroff þar til úrtaka tekur við í toppnum.
vantar þig garn í Treflahúfuna.
1 þráður af:
-Lamauld frá CaMaRose 50 gr = 100 m
-Snældan 3ply frá Færeyjum 50 gr = 130 m
-Peruvian Highland Wool frá Filcolana 50 gr = 100 m
+ 1 þráður af:
Tilia frá Filcolana
Midnatssol frá CaMaRose
Eða...
1 þráður af Snefnug frá CaMaRose
Deila
Efniviður
Efniviður
Treflahúfan er prjónuð úr tveimur þráðum saman. Skemmtilegt er að prjóna húfuna úr allskonar
afgöngum, sjá mynd á bls. 2 og 3.
1 þráður af:
-Lamauld frá CaMaRose 50 gr = 100 m
-Snældan 3ply frá Færeyjum 50 gr = 130 m
-Peruvian Highland Wool frá Filcolana 50 gr = 100 m
+ 1 þráður af:
Tilia frá Filcolana
Midnatssol frá CaMaRose
Eða...
1 þráður af Snefnug frá CaMaRose
Magn fyrir 2 þræði saman:
Peruvian Highland Wool - 4 dokkur báðar stærðir
Tilia - 2 dokkur báðar stærðir
Magn fyrir 1 þráð:
Snefnug - 4 dokkur
Prjónar og áhöld
Prjónar og áhöld
Hringprjónar nr 4 - 40 cm
Sokkaprjónar eða 60-80 cm hringprjónar nr 5 og 4½
Sokkaprjónar nr. 4 eða langur hringprjónn 80-100 cm ef þú notast við magic loop aðferðina.
Prjónamerki = 1 stk.
Prjónfesta
Prjónfesta
5x5 cm = 11 L og 14 umf í 2x2 stroffi á prjóna nr. 4 stykkið er ekki mælt með neinni strekkingu.





