Ullaræði
Ullaræði
Uppselt
Ekki tókst að hlaða framboði á afhendingum
Ullaræði er litrík og fjölbreytt prjónabók þar sem íslenski lopinn er í hávegum hafður.
Hér eru rúmlega tuttugu uppskriftir, flestar að heilum peysum sem henta bæði fyrir konur og karla.
Finnski hönnuðurinn Heli Nikula sló í gegn fyrir örfáum árum með peysuuppskrift úr íslenskum lopa og hefur síðan verið áberandi á samfélagsmiðlinum Instagram. Hún hefur hannað hverja flíkina af annarri undir nafninu Villahullu, sem þýðir ullaræði, og er orðin þekkt meðal prjónara um allan heim.
Bókin er sannkölluð perla og uppflettirit til margra ára. Hér er klassísk bók á ferð sem lopapeysuprjónarar ættu ekki að láta fram hjá sér fara.
Höfundur: Heli Nikula
Blaðsíðufjöldi: 248
Tungumál: Íslenska
Umbrot: Harðspjalda
Deila








