Farðu í vöruupplýsingar
1 Af 3

Waxed Paint Strokes

Waxed Paint Strokes

Venjulegt verð 7.990 kr
Venjulegt verð Söluverð 7.990 kr
Útsala Uppselt
Skattur innifalinn. Afhendingarskilmálar

Uppselt

Við erum stolt að vera fyrstu söluaðilar fyrir OHWOW á Íslandi!

Stelpurnar á bakvið OHWOW.amsterdam hönnuðu fyrst töskur fyrir okkur árið 2020 og hafa þær slegið í gegn í prjónasamfélaginu hér á Íslandi.

Pokarnir eru handgerðir og handmálaðir svo engir tveir eru eins. Þessi týpa frá þeim er saumuð úr vaxbornu kanvas bómullarefni og eru eins og paint splash pokarnir nema þeir eru með 2 vasa að innanverðu aukalega.

Þessir pokar verða til við skemmtilegar aðstæður, þær setja þetta vaxefni á vinnuborðið sitt þegar þær eru að mála aðra verkefnapoka með hinum ýmsu munstrum, svo þegar þeim finnst vaxdúkurinn vera orðinn fallega blettóttur af málningu þá taka þær hann til hliðar og setja nýjan dúk á vinnuborðið. Þessir dúkar eru svo notaðir til að sauma þessa skemmtilegu Limited Edition útgáfu og ekkert efni fer til spillis.

B:29 x H:23 x D:8,5cm

Skoða allar upplýsingar