Farðu í vöruupplýsingar
1 Af 7

Bjölluvettlingar

Bjölluvettlingar

Venjulegt verð 590 kr
Venjulegt verð Söluverð 590 kr
Útsala Uppselt
Skattur innifalinn. Afhendingarskilmálar

Stærðir: (9-12 mán) 1,5-2 (3-4) 5-6 ára

Aðferð: Bjölluvettlingarnir eru vinsælir og auðveldir vettlingar fyrir börn á leikskóla- aldrinum, þeir liggja vel upp að hendinni og haldast einstaklega vel á. Bjallan er prjónuð fyrst og svo lítið stroff. Belgurinn tekur svo við og þumaltunga prjónuð út úr hlið vettlingsins, vinstri og hægri vettlingur eru því prjónaðir eins.

Húfan Lítill er fyrir sama grófleika af garni og Bjölluvettlingarnir, hún er tilvalin ef það á að prjóna húfu í stíl við vettlingana.

Garntegundir sem hægt er að nota:
- 3 þráða Snælda frá Snældunni
- Lamauld frá CaMaRose
- Lamatweed frá CaMaRose
- Léttlopa frá Ístex
- Noro Kureyon
- Peruvian Highland Wool frá Filcolana

Efniviður

Peruvian Highland Wool frá Filcolana 50 gr = 100 m

(2) 2 (2) 2 dokkur

Aðrar tegundir sem hægt er að nota:
- 3 þráða Snælda frá Snældunni
- Lamauld frá CaMaRose
- Lamatweed frá CaMaRose
- Léttlopa frá Ístex
- Noro Kureyon

Prjónar og áhöld

Sokkaprjónar eða langir hringprjónar (e. magic loop) nr 3,0 og 3,5 og 4,5

Prjónfesta

5 x 5 cm = 12 L og 15 umf sl prjón í hring á prjóna nr. 3,5

Sannreynið prjónfestu og skiptið um prjónastærð ef þarf.

Skoða allar upplýsingar