Lítill
Lítill
Ekki tókst að hlaða framboði á afhendingum
Stærðir: 1-2 (3-4) 5-6 ára
Aðferð: Húfan Lítill er vinsæl húfa fyrir börn á leikskólaaldrinum, hún liggur vel upp að andliti og hlífir eyrunum einstaklega vel. Húfan er prjónuð í hring með stuttum umferðum sem móta eyrnaleppa. Hefðbundin stjörnuúrtaka er efst í toppnum. Prjónuð er snúra efst á kolli húf- unnar sem er svo mótuð í hring svo hægt sé að hengja húfuna á snaga í leikskólanum. Snúra er prjónuð niður úr eyrnaleppum í lokin. Hægt er að sleppa snúrunum ef barnið er hætt að nota bundnar húfur.
Vettlingarnir Trítill voru hannaðir í stíl við húfuna Lítil. Ef þú kaupir báðar uppskriftirnar, sem sagt settið af Lítill og Trítill, þá virkjast afsláttur og settið fer niður í 990 kr. Þetta gerist sjálfkrafa í greiðsluferlinu.
Deila
Efniviður
Efniviður
Lamauld frá CaMaRose 50 gr = 100 m
Tvílit:
Litur A 1 (1) 1 dokka
Litur B 1 (1) 1 dokka
Einlit:
1 (2) 2 dokkur
Aðrar tegundir sem hægt er að nota:
- 3 þráða Snælda frá Snældunni
- Lamatweed frá CaMaRose
- Peruvian Highland Wool frá Filcolana
Prjónar og áhöld
Prjónar og áhöld
Hringprjónar nr 3,5 og 4 / 40 cm
Sokkaprjónar eða langir hringprjónar nr 3,5
Lokað prjónamerki = 1 stk
Prjónfesta
Prjónfesta
5x5 cm = 11 L og 14 umf sl prjón á prjóna nr 4.
Sannreynið prjónfestu og skiptið um prjónastærð ef þarf.




