Farðu í vöruupplýsingar
1 Af 18

Skólapeysur

Skólapeysur

Venjulegt verð 4.990 kr
Venjulegt verð Söluverð 4.990 kr
Útsala Uppselt
Skattur innifalinn. Afhendingarskilmálar

9 á lager

Loksins er fjórða bókin frá Prjónafjelaginu komin!!!

Í Skólapeysum eru tólf prjónauppskriftir af heilum peysum fyrir sex til fjórtán ára börn. Bókin er því kærkomin viðbót við flóru íslenskra prjónabóka enda vantar oft uppskriftir fyrir þennan aldurshóp.

Úrvalið er fjölbreytt; fljótlegar einlitar peysur, peysur með útprjóni og peysur með klassískum munsturbekkjum sem eiga örugglega eftir að hlýja mörgum börnum. Uppskriftirnar eru allt frá einföldum uppskriftum fyrir byrjendur til aðeins flóknari uppskrifta fyrir vana prjónara. Uppskriftirnar koma í fjölbreyttum grófleikum, frá þunnum peysum á prjóna 3,5 uppí þykkari peysur á prjóna 6,0.

Skólapeysur er fjórða bókin eftir Prjónafjelagið sem hefur áður sent frá sér vinsælu bækurnar HeimferðarsettLeikskólaföt og Leikskólaföt 2.

Eins og í fyrri bókum Prjónafjelagsins, Leikskólafötum, Leikskólafötum 2 og Heimferðarsettum er lögð áhersla á að hægt sé að velja milli margs konar garna, og er íslenska ullin oftast einn af valkostunum.

Höfundarnir eru reyndar prjónakonur sem hafa hannað og prjónað barnaflíkur í fjölmörg ár.

Blaðsíðufjöldi: 80
Tungumál: Íslenska
Umbrot: Mjúkspjalda

Skoða allar upplýsingar