9014 - HAVGRØN
9014 - HAVGRØN
3 á lager
MÅNESTRÅLE
Grófleiki: Lace
Prjónfesta: 19 – 22 L og 30-36 umf = 10 x 10 cm með 1 þræði á prjóna nr. 3
Prjónar: 3 - 4 mm
Þyngd / lengd: 25 gr / 200 m
Meðhöndlun: handþvottur með ullarsápu og leggist niður til þerris
Hráefni: 68% Baby Alpaca, 12% Merinóull (mulesing free), 16% Polyamid og 4% Polyester
Månestråle (Tunglskin) er framleitt fyrir CaMarose hjá Ítalskri fjöskyldurekinni spunaverksmiðju sem starfar með tillit til umhverfis og dýravelferðar. Månestråle er mjúkt, létt, loftugt og með mikla fyllingu. Garnið er framleitt úr 68% Baby alpaca, 12% merinóull (mulesing free), 16% Polyamid og 4% Polyester. Polyamid og Polyester mynda fíngerðan Lurex þráð sem gefur lágstemmd glimmer áhrif.
Månestråle er fullkominn fylgiþráður með öðrum tegundum frá CaMaRose, eins og t.d. Yaku, Tynd lamauld, Økologisk sommeruld, Snefnug eða Pima bomuld. Månestråle er vinsælt í peysur, sjöl, húfur og barnaföt. Ýmist eitt og sér eða úr tvöföldum þræði eða fleiri þráðum saman þar sem þörf er á ogguponsu glimmeri.
Litirnir í Månestråle eru hannaðir með aðra liti frá CaMaRose í huga svo hægt sé að nota þá sem fylgiþráð með sem flestum. Þú getur líka blandað ólíkum litum saman og búið til þinn sérstaka lit.
Ef þú vilt ekki glimmer skoðaðu þá Midnatssol, það er í sama grófleika en án glimmers ;)